Einhverju sinni bar svo til að prestur kom í kotið í húsvitjun. Að afloknu því andlega starfi fer prestur að ræða um hitt og þetta við karlinn. Meðal annars spyr prestur karlinn að hvernig hann geti lifað í þessu koti. Karl biður prest að minnast ekki á það, það sé aumt líf sem þau eigi. Af því karlinn elskaði prestinn sinn hafði hann ekki getað fengið annað af sér en bjóða presti graut úr dalli sínum, og segir því við prestinn að það sé einungis þessi dallur sem haldi þeim við lífið; dallurinn hafi þá náttúru að það þverraði aldrei grautur í honum þó etið væri úr honum.
Þegar prestur heyrir þetta
(когда пастор об этом услышал: «слышит») falar hann dallinn af karlinum (стал он просить мужика продать ему горшок;Þegar prestur heyrir þetta falar hann dallinn af karlinum og segir hann skuli ekki hafa skaða á skiptunum. Karl segir að þó sér vilji leiðast sá sífelldi grautur þá þori hann samt ekki að gjöra nein kaup í þessu tilliti, en prestur gengur samt svo fast að að karl lofar að senda dreng sinn með dallinn. Nú fer prestur, en karl og kerling eru mjög þungbúin út af þessu loforði, samt senda þau að fáum dögum liðnum drenginn með dallinn.